• 4 stk maíssnitsel
  • Ca. 500g núðlur
  • 1 stk rauðlaukur
  • Nokkrir kirsuberjatómatar
  • 1 msk fínsaxað engifer
  • 1 stk kjarnhreinsaður chili
  • 2 stk hvítlauksrif
  • 1 msk olía
  • 1 tsk sesamolía
  • Knippi ferskt kóríander
  • Salt og pipar

Aðferð:

Skerið tómata í tvennt og restina af grænmetinu í strimla. Hitið olíu í wokpönnu eða steikarpönnu og steikið grænmetið og hrærið vel í. Sjóðið núðlur eftir leiðbeiningum á pakka sigtið vel og blandið saman við grænmetið. Hrærið vel í, kryddið með salti og pipar. Að lokum setjið sesamolíu og kóríander í og blandið vel saman.

 

Steikið maíssnitsel á pönnu í ca.2 mín á hvorri hlið setjið núðlur á disk og leggið snitsel ofan á.